mánudagur, janúar 1

happy new year to ya....

úfff, ég nálgast 300 póstinn bráðum..þetta er rosalegt.

nýtt ár komið. alveg nýtt. spennandi.

ég jinxaði sjálfa mig með því að fara EKKI að djamma í gær heldur var ég heima hjá Særúnu frænku minni að spila Trivial við fjölskylduna mína. Með betri gamlárskvöldum sem ég hef átt. ekkert rugl niðri í bæ á skemmtistöðum sem ég fer á allar helgar og allt er eins. það er nefnilega ekkert alltof oft svona skemmtilegur fjölskylduhittingur og spil tekin upp....
afar ánægð með þetta kvöld, svakalega fínt!

jólin voru fín í alla staði. stækkaði magann minn með áti og tókst að troða auka 300 gr í hann, eitthvað sem var ekki hægt í prófum. mmmm.
ég fékk alveg rosa fína jólapakka og bara fyrir hana eiríku mína þá skal ég koma með stutta upptalningu á því sem ég fékk.... (NB, flset sem var einmitt á jólalistanum..)
sex and the city board game frá henni eiríku minni :)
ipod diktafón frá ömmu og afa á langholtinu
gjafabréf í kringluna, eitt í smáralindina, pening, pott, teppi, bók sem ég ætla að skila, ævisögu Freuds :), playboy rúmföt frá særúnu frænku, silence of the lambs dvd, geðveika rauða leðurtösku frá systkinum mínum, glös, bennahemmhemm nýja diskinn og konfekt frá Japan, sérsaumaðar JÚJÚ buxur, tvenn önnur rúmföt og prjóna og tvær skálar.....
þá held ég að það sé upptalið allt saman.
jú og A lesson before dying sem ég er einmitt að lesa núna, takk Svala mín.

það er hrein snilld að gera jólalista, það verður að segjast. fallega hugsunin að gleðja mig er á bakvið hverja gjöf...ahhhhh...

byjraði í nýju vinnunni á þriðja í jólum. ég fór í svartri dragt og hælum með hárið uppsett og máluð. ég..máluð kl.9 um morguninn..það er klárlega lífstílsbreytingar hér á ferð. sem er samt ekki endilega neikvætt.. ég hef lúmskt gaman af þessum pæju-iðnaði....
vinna er æði. ég er ekki alveg viss hvað ég er að fara gera en ég er á rosa mörgum fundum og fólkið sem ég vinn með er skemmtilegt, eitthvað sem er fyrir öllu.
þetta er sémsagt spennandi og leggst voðalega vel í mig...
sigga og kaupþing...
bara spennandi.

fór einmitt á djammið á föstudaginn með ,,vinnufélögunum"..veit ekki hvort það sé góð pæling að eftir aðeins 3 daga er ég búin að missa allt kúl með því að vera alltaf -awful- í singstar og dansa sveittan dans eins enginn sé morgundagurinn á Óliver... ég tók þettt alla leið.. ég sem djamma ekki einu sinni á óliver mætti þangað í gleðina eins og ekkert væri eðlilegra. kannski liggur þetta bara fyrir mér. kannski leyndist alltaf lítill kaupþingari í mér..hmmm... kemur í ljós.

for í Veigu bollann í gær.
apperently þá þarf ég að vera dannaðri.
ég er víst ekki alveg nógu mikið lady. best að hafa þetta á bakvið eyrað. held einmitt að ég hafi fengið sjómannakjaftsmunnræpu á vinnudjamminu á föstudaginn...fór að segja sögur af pingpong showi og öðru skemmtilegu..hmmmm.
árið 2007 er gott ár samkvæmt Veigu og finnst henni mikið af ferðalögum fyrri hluta árs... sem og lítil eyja í aðsigi...ahhh
kastró minn ég er rétt ókominn vinurinn, ég er á leiðinni...alltaf á leiðinni....
sú ferð mun víst heppnast með eindæmum vel og verður voða fjör á mér og pabbaling. gaman gaman.
árið mun einkennast af vinnu og vinnu og meiri vinnu. fjárhagsstaðan mín verður áfram góð og fer víst batnandi. svo bara vinn ég og vinn. og gengur víst voðalega vel þar.
það reyndar.... leyndist einn strákur í bollanum, which is a first!
ég mun víst hitta hann í ofsalega fancy teiti EN ég er ekki á leið í samband en er víst skotin í þessum gaur og mun take it slow....
hmmm.

þannig að já, gleði í kaffibollanum mínum!

pabbi var að hella upp á kaffi og ég ætla fá mér morgunmat með brósa og þarf að fara plana kúbu betur.

siggadögg
-sem fer eftir aðeins 6 daga í sólina-

3 ummæli:

Kleina sagði...

Gleðilegt ár Sigga mín.
Vá ég hélt þessi Kúbuferð væri næsta sumar.

Hvaða vinna er þetta eiginlega?

Á að vinna með skólanum s.s.?

Eins gott að þú sért ekki komin í skólapásu á endasprettinum...

Sé þig þá næst brúna (brúnni) og sæta (sætari) á þessu nýja ári...

Nafnlaus sagði...

hey tu att eftir ad fa 1 pakka i vidbot(held ad amman hafi gleymt einum) WAYNES WORLD PARTY TIME EXELLENT 1 OG 2

Nafnlaus sagði...

góða ferð út elskan (maniggi hvort þú fórst í morgun eða laters)og hafðu það rooooosalega gott! sjáumst eftir viku í gleðinni...